Snjókoma fyrst - síðan rigning!
Í dag kl. 18 var hæg breytileg átt, en austan og suðaustan 5-10 m/s um landið vestanvert. Skýjað og snjókoma vestantil, en annars úrkomulítið. Hlýjast var 3 stiga hiti í Vestmannaeyjum og Ingólfshöfða, en kaldast 5 stiga frost í innsveitum norðaustantil.
Yfirlit: Um 400 km V af Reykjanesi er 1012 mb lægð sem hreyfist lítið. Minnkandi hæðarhryggur yfir austanverðu landinu hreyfist A, en við Nýfundnaland er vaxandi 984 mb lægð sem fer allhratt NA.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun: Hægt vaxandi suðaustanátt, 5-13 m/s og slydda eða snjókoma og síðar rigning með köflum um landið vestanvert, en hægari og úrkomulítið austantil fram á nótt. Suðlægari og slydduél eða skúrir í nótt, en suðaustan 8-13 og rigning eftir hádegi á morgun, fyrst á Suðvestur- og Vesturlandi. Hlýnandi, hiti 1 til 6 stig seint í nótt, en vægt frost norðaustan- og austantil til morguns.
Myndin: Rigningin á eftir að koma þessum snjó fyrir kattarnef í nótt og á morgun. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson