Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Snjókoma eða skafrenningur á Reykjanesi í vaxandi austanátt í kvöld
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
fimmtudaginn 27. febrúar 2020 kl. 12:53

Snjókoma eða skafrenningur á Reykjanesi í vaxandi austanátt í kvöld

Búast má við áframhaldandi snjókomu í dag en talsvert hefur snjóað í alla nótt suðvestanlands. Á tunglmyndum frá því snemma í morgun hefur mátt sjá tvo snjókomubakka. Á veðurratsjá Veðurstofu Íslands má einnig sjá myndarlegan snjókomubakka á leiðinni inn á landið síðar í dag.

Gul viðvörun er í gildi fyrir SV-hornið. Vaxandi austanátt, 13-18 eftir hádegi, en 18-23 m/s í kvöld, með vindhviðum allt að 35 m/s. Snjókoma eða skafrenningur á Reykjanesi og Kjalarnes og á köflum mjög lélegt skyggni, en einnig mjög hvasst og skafrenningur á Akranesi og í Borgarnesi, en úrkomuminna. Ökumenn sýni aukna aðgæslu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á vef Vegagerðarinnar má sjá að það er skafrenningur á helstu leiðum og Suðurstrandarvegur er lokaður.