Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Snjókoma eða él í kvöld
Fimmtudagur 3. febrúar 2011 kl. 09:12

Snjókoma eða él í kvöld

Suðvestan 18-23 m/s með éljum en víða 13-20 og úrkomulítið um norðaustan og austanvert landið. Dregur smám saman úr vindi í dag en aftur suðvestan 18-23 suðvestan- og vestanlands í kvöld. Talsvert hægari norðaustantil. Suðlæg átt víða 5-13 á morgun en hvassara sunnan og vestantil fram eftir degi. Frostlaust víða við sjóinn í dag, en frost 0 til 5 stig til landsins og kólnar um allt land á morgun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Faxaflói
Suðvestan 15-23 í fyrstu en lægir um hádegi. Suðvestan 18-25 m/s með snjókomu eða éljum í kvöld en dregur smám saman úr vindi í fyrramálið. Suðvestan 5-10 og dálítil él síðdegis á morgun. Hiti í kringum frostmark en frost 0 til 4 stig á morgun.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðvestan 15-20 m/s og él en lægir þegar líður á daginn. Gengur í S eða SV 18-23 með snjókomu í kvöld. Hægari síðdegis á morgun og úrkomulítið. Hiti um frostmark en frost 0 til 5 stig á morgun.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:

Suðlæg eða breytileg átt, 5-10 m/s, en hægari vindur síðdegis. Dálítil snjókoma eða él um sunnan- og vestanvert landið, en bjartviðri NA-til. Frost 0 til 10 stig kaldast inn til landsins.

Á sunnudag og mánudag:
Hæg norðlæg eða breytileg átt með éljum víða um land. Áfram kalt í veðri.

Á þriðjudag og miðvikudag:
Snýst í suðaustlæga átt með snjókomu og síðar slyddu eða rigningu en úrkomulítið norðaustanlands. Hlýnandi veður.