Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Snjókoma á Þorláksmessu
Þessi mynd var tekin í Reykjanesbæ í desember í fyrra.
Þriðjudagur 20. desember 2016 kl. 06:00

Snjókoma á Þorláksmessu

- Hæglætisveður og jafnvel sól á aðfangadag

Veðrið á Suðurnesjum verður jólalegra eftir því sem líður á vikuna samkvæmt spá Veðurstofu Íslands. Í dag er spáð slyddu og 13 til 20 metrum á sekúndu. Él og hiti um og yfir frostmarki. Á morgun, miðvikudag, verður skýjað og frost 1 stig. Á Þorláksmessu dregur til tíðinda því þá er spáð snjókomu. Hiti verður 0 gráður og hæglætisveður, 3 metrar á sekúndu. Samkvæmt spánni verður frostið 1 stig á aðfangadag, vindur 1 metri á sekúndu og sólin lætur sjá sig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024