Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Snjókoma, slydda eða rigning í kvöld
Föstudagur 15. janúar 2016 kl. 10:13

Snjókoma, slydda eða rigning í kvöld

Það þykknar upp með vaxandi suðaustanátt og hlýnandi veðri við Faxaflóa. Suðaustan 8-13 m/s í kvöld og snjókoma með köflum, en 10-15 á útnesjum. Fremur hæg austlæga átt á morgun, úrkomulítið og hiti kringum frostmark.

Á landinu öllu er hægviðri fram eftir degi, léttskýjað og talsvert frost til landsins, en þykknar smám saman upp með vaxandi suðaustanátt sunnan- og vestanlands og hlýnar. Suðaustan 8-13 m/s í kvöld og snjókoma með köflum, en 10-15 með suðvesturströndinni og slydda eða rigning. Fremur hæg suðaustlæg átt á morgun og slydda eða rigning með köflum suðaustanlands, en úrkomulítið annars staðar. Víða frostlaust við sjóinn um tíma á morgun, en annars frost að 10 stigum, kaldast í innsveitum norðanlands annað kvöld.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024