Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 14. janúar 2003 kl. 08:24

Snjóar í Garði og Sandgerði

Núna snjóar í Garði og Sandgerði og börnin hafa gert tilraunir til að skapa fyrstu snjókarlana, samkvæmt heimildum Víkurfrétta. Ruslakarlarnir hafa verið grýttir snjóboltum af börnum á leið til skóla og svo virðist vera að snjórinn sé kærkominn hjá a.m.k. börnunum.Í Reykjanesbæ er hins vegar örlítil föl sem vart getur talist snjóboltahæf en veðurspáin gerir ráð fyrir að það bæti í snjóinn, jafnvel síðar í dag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024