Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Snjóar í fyrramálið – svo rigning
Laugardagur 24. nóvember 2007 kl. 13:06

Snjóar í fyrramálið – svo rigning

Á hádegi var norðan og norðaustanátt víða 13-18 m/s og snjókoma á norðaustanverðu landinu, en annars heldur hægari og léttskýjað en él norðvestan til. Hiti var frá 2 stigum á Vatnsskarðshólum og Ingólfshöfða niður í 6 stiga frost í Grímsey.

Veðurhorfur við Faxaflóa
Norðan 5-10 m/s og léttskýjað. Frost 0 til 5 stig. Snýst í austan 8-13 með snjókomu eða slyddu í fyrramálið. Heldur hvassara, rigning og hlýnar seint á morgun.

Veðurhorfur á landinu
Norðlæg átt, 10-18 m/s norðaustanlands, hvassast á annesjum í fyrstu. Snjókoma eða él, lægir síðan og léttir til. Norðan og norðaustan 5-10 og léttskýjað í öðrum landshlutum. Frost víða 0 til 7 stig. Austan 8-13 sunnan- og vestanlands á morgun, snjókoma eða slydda en síðar rigning og hlýnar. Annars hægviðri, bjart og kalt.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Suðlæg átt með vætu á mánudag og milt í veðri. Snýst í suðvestanátt með slydduéljum á þriðjudag en léttir til norðaustanlands. Frystir inn til landsins. Austan átt á miðvikudag og fimmtudag, bjart og kalt. Norðaustlæg átt með úrkomu um allt land á föstudag.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Norðaustan 3-8 m/s og bjart. Austan 8-13 og slydda eða snjókoma í fyrramálið, en rigning seint á morgun. Frost 0 til 5 stig, en hlýnar síðdegis á morgun.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024