Snjóaði hraustlega í klukkutíma
Það snjóaði hraustlega á Suðurnesjum í gærkvöldi um miðnættið í um klukkutíma. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd þá er þetta snjómagnið sem kom á einni klukkustund. Í dag verður bjart og fallegt veður en eins og sjá má í veðurspákortum dagsins þá er von á vondu veðri á morgun.
Myndina tók Tómas Knútsson.