Sniff-faraldur á Suðurnesjum: Foreldrar, verið á verði!
Sá orðrómur er nú uppi að vinsælt sé hjá ungmennum á Suðurnesjum að sniffa kveikjaragas. Sá leikur er stórhættulegur og mörg dæmi sýna að fólk hefur hlotið varanlegan heilaskaða eftir að hafa stundað slíka iðju.
Fíkniefnalögreglan í Keflavík beinir þeim tilmælum til foreldra og forráðamanna að vera vel á verði. Sími fíkniefnadeildar lögreglunnar er opinn allan sólarhringinn og númerið er 421-5525.