Snekkja í Keflavík
Þessi 48 metra snekkja, Hanse Explorer, hefur verið í Keflavíkurhöfn frá því í gærkvöldi. Skipið er nú á siglingu um Atlantshaf með eiganda þess, en skipið mun vera hægt að fá leigt til skemmtisiglinga, samkvæmt upplýsingum á netinu.
Í augnablikinu er snekkjan í skemmtisiglingu um Faxaflóa en er væntanleg aftur til Keflavíkur fyrir kvöldið. Hún heldur svo í burtu frá landinu í kvöld.
VF-myndir: Hilmar Bragi