Snarræði hafnsögumanna bjargaði skipinu
Talið er að snarræði hafnsögumanna á hafnsögubátnum Auðunni hafi komið í veg fyrir að flutningaskipið Kcl. Banshee skemmdist þegar það rak stjórnlaust upp í kletta við Helguvíkurhöfn í gærkvöldi. Tveir kafarar skoðuðu skipið í gærkvöldi og að sögn annars þeirra er skrokkur skipsins óskemmdur. Smávægilegar rispur á málningu eru einu merkin um óhappið.
Hafnsögubáturinn Auðunn var tiltækur í gærkvöldi þegar óhappið varð í Helguvík og voru menn fljótir að koma böndum á skipið og koma því út úr höfninni í Helguvík.
Myndin: Flutningaskipið dregið út úr höfninni í Helguvík. VF-mynd: Hilmar Bragi
Hafnsögubáturinn Auðunn var tiltækur í gærkvöldi þegar óhappið varð í Helguvík og voru menn fljótir að koma böndum á skipið og koma því út úr höfninni í Helguvík.
Myndin: Flutningaskipið dregið út úr höfninni í Helguvík. VF-mynd: Hilmar Bragi