Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Snarræði björgunarsveitarmanna bjargaði stjórnlausu björgunarskipi
Sunnudagur 7. júní 2009 kl. 01:49

Snarræði björgunarsveitarmanna bjargaði stjórnlausu björgunarskipi

Eitt af björgunarskipum Slysavarnafélagsins Landsbjargar var í dag statt við bryggju í Grindavík þegar það óhapp varð að skipið sigldi stjórnlaust af stað.

Gangsetning skipa fer fram í vélarrúmi og fyrir hana var farið yfir stjórntæki í brú og voru þau eins og vera skyldi. Þegar skipið var hins vegar gangsett fór það á ferð og sleit sig frá bryggju.

Björgunarsveitamenn sem staddir voru á bryggjunni sýndu mikið snarræði með því að stökkva um borð og náðu þeir tökum á skipinu og forðuðu með því slysi því í höfninni voru fleiri bátar á siglingu, m.a. með börn. Einnig var mikið af fólki á bryggjunni
sjálfri þar sem nú fer fram hátíðin Sjóarinn síkáti í Grindavík.

Við skoðun á búnaði skipsins eftir atvikið kom ekkert fram sem gefur ástæðu til að ætla að stjórntæki hafi verið í ólagi. Líklegast er talið að einhver óviðkomandi hafi átt við þau þar sem mikill gestagangur var um borð í skipinu.

Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu eru allir þeir sem atvikið snerti beðnir velvirðingar og undir tilkynninguna skrifa Björgunarsveitin Þorbjörn Grindavík, Björgunarsveitin Suðurnes Reykjanesbæ og Björgunarsveitin Sigurvon frá Sandgerði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024



Mynd: Björgunarskip á æfingu.