Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Snarpur skjálfti við Keili vakti Suðurnesjafólk í nótt
Fimmtudagur 30. september 2021 kl. 08:52

Snarpur skjálfti við Keili vakti Suðurnesjafólk í nótt

Jarðskjálfti af stærðinni 3,7 að stærð varð um 0,8 km SV af Keili kl. 01:52 í nótt. Skjálftinn fannst á suðvesturhorninu og upp í Borgarfjörð. Hann var það snarpur að fjölmargir Suðurnesjamenn vöknuðu við skjálftann ef marka má færslur á Fésbókinni.

Í gær kl. 11:05 mældist skjálfti suðvestur af Keili hann reyndist 3,5 að stærð og fannst hann víðsvegar á Suðurnesjum og um höfuðborgarsvæðið. Annar skjálfti varð klukkan 15:00, hann var 3 að stærð og eru upptök hans á sama svæði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Skjálftarnir í nótt skipta hundruðum og eru flestir á svæði suðvestur af Keili.

Á Youtuberás Víkurfrétta er hafin bein útsending þar sem myndavél er beint að svæðinu sem nú skelfur.