Miðvikudagur 16. desember 2020 kl. 09:36
Snarpur skjálfti í nótt
Jarðskjálfti varð kl. 04:33 í morgun (16. des.) af stærð 4,1, um 8 km NA af Reykjanestá. Nokkrir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið. Tilkynningar bárust af Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu um að skjálftinn hefði fundist þar.
Fáir eftirskjálftar hafa orðið.