Snarpur skjálfti í Krýsuvík
Um 20 eftirskjálftar mældust í kjölfar jarðskjálfta sem varð vestan við Krýsuvík í gærkvöldi. Hann fannst m.a. í Grindavík, á Vatnsleysuströnd og á höfuðborgarsvæðinu. Engar fregnir hafa borist um tjón af völdum skjálftans en skjálftar af þessari stærð eru ekki óvenjulegir á þessum slóðum.
Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að skjálftinn hafi verið um 3,7 að stærð.
Allir eftirskjálftarnir hafa veri innan við tvö stig að stærð.