Snarpur jarðskjálfti fannst vel í Grindavík
Jarðskjálfti upp á 3,6 fannst vel í Grindavík þegar klukkuna vantaði sjö mínútur í tvö í dag. Skjálftinn varð 5,2 km. norð-norðaustur af Grindavík.
Starfsfólk í Grunnskóla Grindavíkur fann skjálftann vel og lýsir honum sem mjög snörpum.
Jarðskálftinn fannst einnig vel í Reykjanesbæ.
Nokkrir smærri sjálftar hafa fylgt í kjölfarið en nokkrir smærri skjálftar hafa einnig verið við Grindavík frá því síðdegis í gær og hafa Grindvíkingar fundið fyrir þeim sem höggum og glamri.