Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Snarpir jarðskjálftar skóku Reykjanesskagann
Föstudagur 29. maí 2009 kl. 22:09

Snarpir jarðskjálftar skóku Reykjanesskagann


Íbúar á gjörvöllum Reykjanesskaga fundu fyrir snörpum jarðskjálfta nú fyrir stundu. Samkvæmt töflu Veðurstofu Íslands (óyfirfarnar niðurstöður), var um þrjá skjálfta að ræða sem komu hver á fætur öðrum og mældust upp undir 4,0 á Richter
 
Sá fyrsti kom kl. 21:33 á 14,4 km dýpi 4,5 km NV af Grindavík. Hann mældist 3,7 á Richter. Næsti kom sekúndu síðar og mældist 3,6 á Righter. Upptök hans voru 8,2 km NA af Grindavík. Sekúndu síðar kom sá stærsti, 3,9 á Richter og voru upptök hans á 10,4 km dýpi 6,5 km NNA af Grindavík.
Rétt er að taka fram að hér er um óyfirfarnar niðurstöður að ræða.
 
Skjálftana ber upp á sama dag og stóra Suðurlandsskjálftann á síðasta ári.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024