Smyrilsungar á Reykjanesinu
Í vettvangsferð um Krýsuvík á dögunum, þar sem m.a. var hreinsað rusl á Vigdísarvöllum og víðar , var dr. Finnur jónsson fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands að störfum við merkingar á Smyrils ungum. Í hreiðrinu voru fjórir ungar, aðspurður sagði Finnur að vitað væri um 3 til 4 hreiður á Reykjanesinu en enginn annar ránfugl verpir á skaganum. Á myndinni má sjá hvar fjórir litlir hnoðrar kúra undir hamraveggnum.
Mynd: Af vef Grindavíkurbæjar