Smyglari áfram í haldi
Gæsluvarðhald yfir karlmanni á þrítugsaldri sem tekinn var með 36.000 skammta af e-töflum og á fimmta þúsund skammta af LSD á Keflavíkurflugvelli 23. mars sl. var í gær framlengt til 20. maí.
Um er að ræða eitt mesta smygl á e-töflum hingað til lands sem um getur og aldrei áður hefur verið lagt hald á jafnmarga LSD-skammta í einu.
Maðurinn kom ásamt konu á svipuðum aldri til landsins frá Spáni, eftir vikudvöl á Las Palmas á Kanaríeyjum. Konan var jafnframt handtekin við komuna til landsins en látin laus síðar. Frá þessu er greint á mbl.is