Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Smithsonian lýsir ánægju með framgang sýningar í Reykjanesbæ
Föstudagur 4. nóvember 2005 kl. 11:46

Smithsonian lýsir ánægju með framgang sýningar í Reykjanesbæ

Robert Sullivan, yfirmaður almannasýninga hjá National Museum of Natural History hjá Smithsonian stofnuninni í Bandaríkjunum, og William Fitzhugh, stjórnandi Víkingasýningar Smithsonian í Bandaríkjunum 2000 -2002, hafa lýst yfir mikilli ánægju með að undirbúningur sýningarinnar "Vikings the North Atlantic Saga", sé nú kominn á fullt skrið í Reykjanesbæ.

"Sýningin í Bandaríkjunum skapaði tímamót í að vekja athygli íbúa Norður Ameríku á sérstæðum hluta norrænnar sögu og menningar og með útgáfu og fjölmiðlun til alls heimsins. Ég átti mjög gott samstarf við marga Íslendinga um víkingasýninguna og hlakka til að endurnýja samstarfið" segir m.a. í bréfi Williams Fitzburg til Árna Sigfússonar bæjarstjóra, en þetta kemur fram á heimasíðu Reykjanesbæjar.

Sem kunnugt er  var undirritaður samningur á milli Reykjanesbæjar og Smithsonian þann 29. maí 2003 um að helstu sýningarhlutir úr sýningunni "Vikings - the North Atlantic Saga" yrðu fluttir til Íslands og staðsettir í fyrirhugaðri sýningu í Reykjanesbæ.

Síðan hefur verið unnið að undirbúningi og fjármögnun sérstaks sýningarhúss þar sem víkingaskipið Íslendingur verður í miðju sýningarinnar.

Með stuðningi ríkisins við verkefnið, sem nemur 20 milljónum kr. á ári næstu 6 ár, hefur skapast grundvöllur til að ljúka verkefninu.

reykjanesbaer.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024