Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Smíði nýrrar lagnar hafin
Unnið við lögnina sem brast síðustu nótt. Mynd: HS Orka
Laugardagur 10. febrúar 2024 kl. 17:22

Smíði nýrrar lagnar hafin

Strax í nótt hóf HS Orka að viða að sér efni í nýja 500 metra langa lögn fyrir heitt vatn sem verður lögð yfir nýrunnið hraunið utan við varnar- og leiðigarðana við orkuverið í Svartsengi.

Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, sagði á upplýsingafundi Almannavarna nú síðdegis að gert sé ráð fyrir að smíði lagnarinnar taki tvo sólarhringa. Þá þarf að tengja hana og koma vatni til Fitja og fylla á tanka þar og koma upp þrýstingi út í byggðirnar. Verkefnið getur því tekið nokkra sólarhringa og gæti tekið viku.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lögnin sem nú er unnið að er aðeins til bráðabirgða en vinna við varanlega lögn er einnig í farvatninu.