Krambúðinn 4-7 sept
Krambúðinn 4-7 sept

Fréttir

Smíði nýrrar lagnar hafin
Unnið við lögnina sem brast síðustu nótt. Mynd: HS Orka
Laugardagur 10. febrúar 2024 kl. 17:22

Smíði nýrrar lagnar hafin

Strax í nótt hóf HS Orka að viða að sér efni í nýja 500 metra langa lögn fyrir heitt vatn sem verður lögð yfir nýrunnið hraunið utan við varnar- og leiðigarðana við orkuverið í Svartsengi.

Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, sagði á upplýsingafundi Almannavarna nú síðdegis að gert sé ráð fyrir að smíði lagnarinnar taki tvo sólarhringa. Þá þarf að tengja hana og koma vatni til Fitja og fylla á tanka þar og koma upp þrýstingi út í byggðirnar. Verkefnið getur því tekið nokkra sólarhringa og gæti tekið viku.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona

Lögnin sem nú er unnið að er aðeins til bráðabirgða en vinna við varanlega lögn er einnig í farvatninu.

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25