Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Smávaxnar furðuverur í umferðinni
Miðvikudagur 13. febrúar 2013 kl. 09:21

Smávaxnar furðuverur í umferðinni

Umferðarstofa ítrekar þá beiðni sína til ökumanna að gæta sín sérstaklega í dag enda má gera ráð fyrir að á vegi þeirra verði „ýmsar óvættir, skrímsli og ófreskjur svo ekki sé talað um ofurhetjur“. Í dag er nefnilega Öskudagur eins og flestir vita og má búast við mikilli umferð barna víða um land.

Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum segir: „Sést hefur til allskyns furðuvera á röltinu um bæinn og eru furðuverur þessar frekar smávaxnar. Margar þeirra hlaupa yfir götur í leit sinni að sælgæti og fara þær um syngjandi og trallandi. Viljum við benda ökumönnum á að passa sig og þessar verur í umferðinni og fara varlega. Tilkynnt hefur verið um prinsessur, ofurhetjur, álfa trúða, tröll og jafnvel einstaka lögreglumenn á hlaupum um bæinn.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024