Smáskúrir sunnanlands
Veðurstofan gerir rað fyrir hægri suðaustlægri eða breytilegri átt, skýjuðu með köflum og smáskúrum sunnan- og vestanlands, en léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi. Vaxandi norðaustanátt og þykknar upp norðan- og austantil í nótt. Norðaustan 10-15 m/s og skúrir, en heldur hægari og léttir til suðvestanlands. Hiti 7 til 15 stig að deginum, en kólnandi norðantil á morgun.