Smáratorg fær lóð Reisbíla
Fljótlega verður gengið frá kaupum Smáratorgs ehf., eiganda Rúmfatalagersins, á lóðinni þar sem Reisbílar hafa verið með GoKart-braut undanfarin ár. Núverandi eigandi lóðarinnar, fyrirtæki að nafni Toppurinn, og Smáratorg hafa undirritað bindandi kauptilboð sem verður gengið frá eftir u.þ.b. mánuð, sagði Agnes Geirsdóttir, framkvæmdastjóri Smáratorgs í samtali við Víkurfréttir.
Smáratorg hyggst reisa stórt verslunarhúsnæði á lóðinni þar sem framtíðarmöguleikar svæðisins séu miklir. „Þetta er mjög spennandi tækifæri fyrir okkur enda bendir margt til þess að umsvifin á þessum stað verði blómleg í framtíðinni,“ sagði Agnes og bætti því við að enn væri ekki ljóst hversu stórt húsnæði yrði byggt á lóðinni né heldur hvaða starfsemi yrði þar.
„Það er margt á döfinni hjá okkur og það skýrist á næstu 3-4 mánuðum hvaða fyrirtæki koma til með að vera með rekstur í húsnæðinu. Eftir það er hægt að spá í hversu stórt verður byggt, en við gerum ráð fyrir því að húsið verði á bilinu 10.000 til 20.000 fermetrar að stærð.“ Til samanburðar má geta þess að Rammahúsið sem stendur ekki langt frá er um 3000 fermetrar að flatarmáli.
Víkurfréttir sögðu af forsögu þessa máls fyrr í sumar, en þá hermdu heimildir blaðsins að auk Rúmfatalagersins hefðu Byko og Hagkaup áhuga á að opna verslanir í húsinu, en ekkert hefur verið staðfest í þessum málum.
Stefán Guðmundsson, sem hefur rekið Reisbíla við Reykjanesbraut frá árinu 2000, sagði í samtali við Víkurfréttir að þeir væru síður en svo að leggja árar í bát, heldur myndu þeir að öllum líkindum fá landsvæði hinum megin við Reykjanesbrautina. Þar fyrirhuguðu þeir að koma upp enn glæsilegri aðstöðu en var, en nánari útfærslur verða kynntar innan skamms.
Smáratorg hyggst reisa stórt verslunarhúsnæði á lóðinni þar sem framtíðarmöguleikar svæðisins séu miklir. „Þetta er mjög spennandi tækifæri fyrir okkur enda bendir margt til þess að umsvifin á þessum stað verði blómleg í framtíðinni,“ sagði Agnes og bætti því við að enn væri ekki ljóst hversu stórt húsnæði yrði byggt á lóðinni né heldur hvaða starfsemi yrði þar.
„Það er margt á döfinni hjá okkur og það skýrist á næstu 3-4 mánuðum hvaða fyrirtæki koma til með að vera með rekstur í húsnæðinu. Eftir það er hægt að spá í hversu stórt verður byggt, en við gerum ráð fyrir því að húsið verði á bilinu 10.000 til 20.000 fermetrar að stærð.“ Til samanburðar má geta þess að Rammahúsið sem stendur ekki langt frá er um 3000 fermetrar að flatarmáli.
Víkurfréttir sögðu af forsögu þessa máls fyrr í sumar, en þá hermdu heimildir blaðsins að auk Rúmfatalagersins hefðu Byko og Hagkaup áhuga á að opna verslanir í húsinu, en ekkert hefur verið staðfest í þessum málum.
Stefán Guðmundsson, sem hefur rekið Reisbíla við Reykjanesbraut frá árinu 2000, sagði í samtali við Víkurfréttir að þeir væru síður en svo að leggja árar í bát, heldur myndu þeir að öllum líkindum fá landsvæði hinum megin við Reykjanesbrautina. Þar fyrirhuguðu þeir að koma upp enn glæsilegri aðstöðu en var, en nánari útfærslur verða kynntar innan skamms.