Smákökur og brauð í 643 pokum til Fjölskylduhjálpar
Bæjarbúar söfnuðu 643 pokum af smákökum og brauði fyrir Fjölskylduhjálp fyrir jólin. Íbúar Reykjanesbæjar bökuðu smákökur og svo styrktu Skólar ehf. einnig verkefnið og keyptu smákökur af Sigurjóni bakara svo það væri öruggt að allir myndu fá.
Í tilkynningu segir að Fjölskylduhjálp vill þakka öllum sem komu að þessu og býður gleðileg jól.