Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 18. mars 2002 kl. 23:41

Smakkað á grjótinu!

Það er daglegur viðburður í Sandgerði að menn séu að huga að bátum og taka þá á þurrt land eða að sjósetja. Menn hafa vanist því í gegnum tíðina að Guðni Ingimundarson úr Garðinum sé á bláa trukknum sínum við þá iðju. Nú er Guðni sestur í helgan stein og aðrir teknir við verkinu.Þeim tókst hins vegar ekki alveg eins vel til og Guðna í gengum tíðina og báturinn sem verið var að taka upp undir kvöld „smakkaði“ aðeins á grjótinu við sjósetningarrennuna. Aldrei var þó hætta á ferðum og báturinn er óskemmdur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024