Smáhundi rænt í Keflavík
Smáhundi af Pomeraninankyni var rænt af tröppum heimilis síns við Njarðarbraut í Keflavík á aðfararnótt sunnudags. Hundinum, sem nefnist Mítras og er fimm ára, var skilað aftur kl. 10 um morguninn, um 6 tímum eftir brottnámið.
Mítrasi hafði ekki verið unnið mein, en eigendur hans telja líklegt að kunnáttumaður hafi verið að verki og hundurinn hafi verið numinn á brott í þeim tilgangi að koma honum á tík af sama kyni. Hundatollurinn, eins og það kallast, er verðlagður á um 150.000 krónur, en hvolparnir eru verðlagðir á 170 til 180 þúsund hver.
Þau hjónin segjast í skýjunum með að Mítrasi hafi verið skilað aftur, en finnst framkoman ansi léleg ef grunur þeirra reynist réttur.
VF-mynd/Þorgils