Smábátur í vandræðum

Tveir menn á smábáti lentu síðdegis í gær í vanda við innsiglinguna að smábátahöfninni í Grófinni. Báturinn rakst utan í kletta og kom leki að honum. Mönnunum tókst að sigla bátnum í höfn. Annar þeirra datt við höggið sem kom á bátinn og slasaðist lítið eitt. Hann var fluttur til aðhlynningar á HSS. 
VFmynd - Innsiglingin í Grófinni. Myndin tekst ekki fréttinni beint.

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				