Smábátum fækkar jafnt og þétt
Smábátum innan félags smábátaeigenda á Reykjanesi hefur fækkað jafnt og þétt á undanförnum árum. Árið 2000 voru 112 smábátar innan félagsins en fækkaði niður í 79 á síðasta ári. Reykjanes er nærst stærsta félagið innan sambandsins.
Svipaða sögu er að segja af svæðisfélögum innan sambandsins. Á heildina litið voru 1,087 smábátar innan félaganna árið 2000 en voru komnir niður í 657 á síðasta ári.
Þetta kemur fram í samantekt Landssambands smábátaeigenda. Þar kemur einnig fram að hlutdeildd krókaaflamarksbáta er 12% af þorskkvóta fiskveiðiársins sem er nýhafið.
Alls var 259,797 tonnum úthlutað í þorskígildum og koma 30,731 tonn í hlut 446 krókaaflamarksbáta sem fá úthlutun.