Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Smábátasjómenn kátir með hátt fiskverð
  • Smábátasjómenn kátir með hátt fiskverð
Laugardagur 7. janúar 2017 kl. 07:00

Smábátasjómenn kátir með hátt fiskverð

Skortur er á fiski í verkfalli sjómanna og því er fiskverð hátt þá daga sem smábátarnir komast á sjó en sjómannaverkfallið nær ekki til minnstu bátanna.

Það var spriklandi ferskur þorskur og glæný línuýsa sem Óli Gísla GK 112 kom með að landi í Sandgerði á þriðjudagskvöld þegar ljósmyndari Víkurfrétta kíkti við á bryggjunni í Sandgerði. Aflinn fór allur á markað þar sem 550 krónur fengust fyrir slægðan þorsk og 326 krónur fyrir hvert kíló af slægðri ýsu.

Smábátasjómennirnir kætast yfir háu fiskverði þessa dagana en hugsa á sama tíma til starfsbræðra sem eru í verkfalli.

Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar unnið var að löndun úr Óla Gísla GK í Sandgerði á þriðjudagskvöld.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024