Smábátamenn boða til fundar á Vitanum
Smábátasjómenn á Suðurnesjum boða til fundar í kvöld á Vitanum í Sandgerði en þar er fyrirhugað að ræða þá stöðu sem upp er komin eftir að fyrirkomulagi krókaveiða var breytt nú í byrjun fiskveiðiársins.
Í fundarboði frá Gunnari Ara Harðarsyni segir að þar sem að krókabátarnir hafi ekki fengið úthlutað kvóta í tegundum eins og keilu og löngu þá geti þeir ekki farið á sjó vegna þess hve mikið sé um meðafla í þessum tegundum. Spurt er hvort mönnum sé sjálfrátt sem setja svona reglugerðir.
Á fundinn í kvöld mæta m.a. einhverjir af þingmönnum Reykjaness og bæjarstjórar í Garði og Sandgerði auk forsvarsmanna smábátasjómanna og fiskmarkaða á svæðinu. Fundurinn hefst kl. 20.
Í fundarboði frá Gunnari Ara Harðarsyni segir að þar sem að krókabátarnir hafi ekki fengið úthlutað kvóta í tegundum eins og keilu og löngu þá geti þeir ekki farið á sjó vegna þess hve mikið sé um meðafla í þessum tegundum. Spurt er hvort mönnum sé sjálfrátt sem setja svona reglugerðir.
Á fundinn í kvöld mæta m.a. einhverjir af þingmönnum Reykjaness og bæjarstjórar í Garði og Sandgerði auk forsvarsmanna smábátasjómanna og fiskmarkaða á svæðinu. Fundurinn hefst kl. 20.