Slysið í morgun: Fjórir alvarlega slasaðir
Fjórir farþegar í öðrum bílnum sem lenti í árekstrinum á Reykjanesbraut í morgun eru alvarlega slasaðir og tveimur þeirra hefur versnað og eru á leið í aðgerð, hefur mbl.is eftir Þóri Njálssyni sérfræðings á slysa- og bráðadeild borgarspítalans í Fossvogi.
„Það eru allir nema einn sem í bílnum voru alvarlega slasaðir," sagði Þórir í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins. Hann sagði að það væru allir í svokallaðri hágæslu og að tveir væru á leið í aðgerð. Fyrstu fréttir um slysið gáfu til kynna að ekki væri um að ræða alvarlega meiðsl en komið hefur í ljós að fólkið hefur hlotið innvortis áverka, að sögn Þóris.
VF-mynd/Hilmar Bragi: Frá vettvangi í morgun