Slysavarnakonur opna Ellubúð við gosstöðvarnar
Sölugámur Slysavarnardeildar Þórkötlu er nú kominn við upphaf gönguleiðarinnar að eldgosinu í Geldingadölum. Á Facebook síðu Þórkötlu kemur fram að til sölu verði samlokur, pylsur, gos, kaffi og súkkulaði en opið verður milli kl. 20:00 - 1:00 á kvöldin.