Mánudagur 29. mars 2004 kl. 08:39
Slysalaus útafakstur á Strandarheiði
Ökumaður á leið til Keflavíkur ók út af veginum á Strandarheiði á Reykjanesbraut á tíunda tímanum í gærkvöldi, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Keflavík. Bíllinn er mjög illa farinn eftir útafaksturinn en engin slys urðu á fólki. Hált var á veginum þegar slysið átti sér stað.