Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Slysahætta af slæmum þjóðvegum í Garði
Frá Garðvegi í Leiru. Mynd úr safni.
Þriðjudagur 7. apríl 2015 kl. 10:03

Slysahætta af slæmum þjóðvegum í Garði

– nauðsynlega þarf að breikka Sandgerðisveg

„Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs lýsir miklum áhyggjum af slæmu ástandi þjóðvega í sveitarfélaginu. Af því stafar slysahætta og við það verður ekki unað“. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Garðs sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar fyrir páska.

Bæjarstjórn bendir á að slitlag á Garðvegi, milli Reykjanesbæjar og Garðs, er mjög illa farið, það er mishæðótt, holótt, sprungið og farið að brotna með köntum. Það sama á við um Sandgerðisveg, milli Garðs og Sandgerðis. Bæjarstjórn ítrekar fyrri ábendingar um að nauðsynlega þurfi að breikka Sandgerðisveg, en um hann fer mikil umferð þungaflutninga og  að vegurinn uppfylli ekki kröfur vegna þess.  
 
„Bæjarstjórn Garðs skorar á Vegagerðina að nú þegar verði ráðist í nauðsynlegar endurbætur og lagfæringar á þjóðvegum í sveitarfélaginu. Við núverandi ástand og með stöðugt versnandi ástandi veganna er umferðaröryggi stefnt í óefni, með tilheyrandi slysahættu,“ segir einnig í bókun bæjarstjórnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024