Slysagildra í Grindavík?
Heiður Sverrisdóttir, íbúi í Grindavík, hefur áhyggjur af slysahættu á byggingasvæði við Dalbraut þar í bæ. Um er að ræða tveggja hæða byggingu og er Heiður ósátt við að byggingasvæðið er ógirt. Hún segir börn hafa verið að leik á svæðinu, steypustyrktarjárn standi út úr steypunni og timbur, járn og steypustyrktarmót liggi á víð og dreif. Þetta kemur fram á mbl.is í morgun.
MBL hefur eftir byggingarfulltrúi bæjarins að tilmælum hafi verið komið á framfæri við verktakann en honum hafa borist ábendingar frá íbúum um slælegan frágang á umræddu byggingasvæði.
Haft er eftir Magnúsi Guðmundssyni, framkvæmdastjória Grindarinnar ehf. sem stendur að framkvæmdunum, að um sé að ræða venjulegt, snyrtilegt byggingarsvæði“ og ekkert óvenjulegt sé við það. Magnús segir jafnframt að á honum hvíli engin skylda til að girða svæðið af.
Mynd/Heiður: Umrætt byggingasvæði