Fimmtudagur 7. nóvember 2002 kl. 19:23
Slysaaldan gengin yfir

Svo virðist sem slysaaldan sem hófst á þriðjudag á Suðurnesjum sé gengin yfir. Eftir þrjú umferðaróhöpp í gær og fyrradag, þar sem tíu manns slösuðust, hefur síðasti sólarhringur verið með rólegra móti. Þannig segir Halldór Jensson, varðstjóri hjá lögreglunni í Keflavík að vaktin, sem hófst sjö í morgun, hafi verið róleg og engin sérstök tíðindi.Næstu frétta er að vænta frá lögreglunni í fyrramálið.