Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Þriðjudagur 23. maí 2000 kl. 18:19

Slys við Grænás

Umferðaslys varð á mótum Grænásbrekku og Reykjanesbrautar kl. sjö á þriðjudagsmorgun.Það vildi þannig til að fólksbíl var ekið upp Grænásbrekkuna og út á Reykjanesbraut, en stöðvunarskylda er á þessum gatnamótum. Í sömu mund og bifreiðin rann inn á brautina kom önnur bifreið aðvífandi og ók inn í hlið fólksbílsins sem gereyðilagðist. Ökumaður fólksbílsins var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar, en hún var í bílbelti og slapp með skrekkinn. Ökumaður og farþegar hins bílsins sluppu algerlega ómeiddir.
Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025