Slys við flugstöðina
Minniháttar umferðarslys átti sér stað brottfararmegin við Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gær, þegar að vinnuvél var ekið afturábak og hafnaði á sendibifreið sem var kyrrstæð. Umráðamaður bifreiðarinnar var staðsettur inni í bifreiðinni og var að vinna við að afferma vörur úr henni þegar áreksturinn átti sér stað. Hann slasaðist á baki og var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til nánari athugunar.