Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Slys og náttúruhamfarir hafa ekkert með frægð Garðsins að gera
Þriðjudagur 14. júní 2011 kl. 10:04

Slys og náttúruhamfarir hafa ekkert með frægð Garðsins að gera

Nokkuð skiptar skoðanir eru um nýtt verkefni í Garðinum þar sem minnast á þeirra sem „gert hafa Garðinn frægan“ en bautasteinn til minningar um viðburði og fólk sem gerðu Garðinn frægan verður afhjúpaður árlega á sólseturshátíðinni í Garði. Árlegur kostnaður er áætlaður 300.000 krónur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Málið var tekið fyrir á bæjarstjórnarfundi fyrir helgi þar sem N-listinn lagið fram bókun.

„N listinn undrast orðalag í tillögu D listans varðandi „hann/hún gerðu Garðinn frægan“. Mikill munur er á að heiðra menn fyrir framgöngu sína í ýmsum málum, heldur en að minnast náttúruhamfara eða slysa. Náttúruhamfarir og slys hafa ekkert með frægð Garðs að gera. N listinn leggur til að einstaklingar sem „gerðu Garðinn frægan“ verði minnst á 10 ára fresti vegna þess kostnaðar sem í þessu felst og smæðar samfélagsins“.

N listinn leggur til að í stað þess að greiða árlega kr. 300.000.- í bautastein til heiðurs einstaklingi fyrir að gera „Garðinn frægan“ eins og fram kemur í fundargerðinni, verði upphæðinni varið í þágu góðs málefnis s.s. að styrkja líknarfélag.

Tillaga N-listans var felld með 4 atkvæðum D lista. Hins vegar samþykkti D-listinn að kostnaður af verkefninu og vegna gestabæjarfélags á sólseturshátíðinni verði tekinn af liðnum „Aðrir styrkir og framlög“.