Slys á Reykjanesbraut
Fyrir nokkrum mínútum varð harður árekstur milli tveggja bíla á Grindavíkurafleggjara við Reykjanesbraut. Tvær sjúkrabifreiðar voru kallaðar á staðinn og fluttu þær einhverja slasaða á sjúkrahús. Ekkert er vitað um líðan fólksins né hve magir slösuðust að svo stöddu. Frekari fregna af slysinu er að vænta síðar. Umferðin um svæðið er mjög hæg þessa stundina.