Slys á Grindavíkurvegi
Lögreglunni í Keflavík var tilkynnt um slys á Grindavíkurvegi um klukkan 4 í nótt en bifreið hafði farið út af veginum. Ökumaður bifreiðarinnar hlaut minniháttar áverka en hann er grunaður um að hafa ekið undir áhryfum lyfja. Fjarlægja þurfti bifreiðina af slysstað með dráttarbíl.
Rétt eftir klukkan fjögur í nótt var lögreglunni tilkynnt um að maður hefði verið skallaður í andlit fyrir utan skemmtistaðin Kaffi Duus. Ekki er vitað hvort maðurinn hafi nefbrotnað.
Að öðru leiti var rólegt að gera hjá lögreglunni í Keflavík í nótt.