Slydda og skúrir í dag. Lægir fyrir hádegi
Klukkan 6 var austlæg átt, 13-23 m/sek sunnanlands en annars mun hægari. Hvassast var á Stórhöfða, 31 m/s. Rigning sunnanlands, úrkomulaust á Norðausturhorninu, en annars snjókoma. Hlýjast var 7 stiga hiti á Sámsstöðum í Fljótshlíð, en kaldast 4 stiga frost á Végeirsstöðum í Fnjóskadal.
Yfirlit:
Um 400 km austnorðaustur af Hvarfi er víðáttumikil og nærri kyrrstæð 985 mb lægð. Yfir Grænlandi er 1025 mb hæð en hæðarhryggur fyrir austan land þokast austur á bóginn.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhring: Austan 13-18 m/sek og slydda eða rigning. Lægir talsvert fyrir hádegi, suðlæg átt, 3-8 og skúrir síðdegis. Austlægari í kvöld. Hiti 2 til 8 stig.