Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Slydda og rigning í kvöld
Föstudagur 15. apríl 2011 kl. 09:32

Slydda og rigning í kvöld

Suðvestan 8-15 m/s og él, en skýjað með köflum NA-til á landinu. Suðlægari og dregur heldur úr vindi síðdegis. Rigning eða slydda við ströndina S- og V-til í kvöld og nótt og sums staðar snjókoma fyrir norðan. Aftur suðvestan 8-15 og él S og V-til í fyrramálið. Hiti víða 0 til 4 stig, en yfirleitt vægt frost til landsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Faxaflói
Suðvestan 8-15 með hvössum éljum. Hægari suðlægátt með slyddu eða rigningu í kvöld og nótt, en aftur suðvestan 8-15 með éljum í fyrramálið. Hiti 0 til 3 stig, en heldur hlýrra um tíma í kvöld og nótt.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðvestan 8-15 og él. Lægir eftir hádegi, sunnan 3-8 og rigning eða slydda í kvöld, en suðvestan 8-15 og él í fyrramálið. Hiti 0 til 3 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:

Suðvestan 5-13 og él á vestanverðu landinu, en hægari og þurrt austantil. Hiti 0 til 8 stig að deginum, mildast A-lands.

Á mánudag:
Ákveðin sunnanátt og víða rigning, en slydda vestast. Vestlægari og él vestantil síðdegis. Hiti 0 til 10 stig, hlýjast á norðaustanverðu landinu.

Á þriðjudag:
Vestanátt og él, en þurrt A-lands. Hiti kringum frostmark.

Á miðvikudag:
Suðlæg átt og rigning. Hiti 2 til 8 stig.

Á fimmtudag:
Útlit fyrir suðvestanátt með skúrum eða slydduéljum S- og V-til á landinu.