Slydda eða snjókoma um tíma síðdegis
Suðvestan 13-20 m/s og él við Faxaflóa, en talsvert hægari og slydda eða snjókoma um tíma síðdegis. Hiti um frostmark. Suðvestan 15-23 og él í kvöld. Kólnandi veður.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðvestan 13-18 m/s og él. Talsvert hægari og snjókoma um tíma síðdegis, en suðvestan 15-23 og él í kvöld. Hiti um frostmark í dag, síðan kólnandi.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Vestan 5-13 m/s, en hvassari A-til fram eftir degi. Dálítil él N- og V-til, annars bjartviðri. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum.
Á fimmtudag:
Fremur hæg vestlæg átt og bjart með köflum. Frost um allt land.
Á föstudag, laugardag og sunnudag:
Suðlæg átt, hvasst á köflum og milt veður. Úrkomulítið á norðaustanverðu landinu, en vætusamt í öðrum landshlutum.