Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Slydda eða snjókoma í dag
Miðvikudagur 30. nóvember 2005 kl. 09:31

Slydda eða snjókoma í dag

Klukkan 6 var austlæg átt, 10-18 m/s og slydda eða snjókoma um allt sunnan- og vestanvert landið, en hægviðri og þurrt norðaustanlands. Frostlaust var á Suðvestur- og Vesturlandi, en frost annars 1 til 8 stig, kaldast á Brú á Jökuldal.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Austan 8-13 m/s og slydda eða snjókoma, en hægari inn til landsins. Dregur úr vindi í dag. Hiti um frostmark. Norðaustan 5-10 og úrkomulítið í nótt, en hægari og léttir til á morgun. Harðnandi frost.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024