Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Slydda eða snjókoma
Miðvikudagur 13. desember 2006 kl. 09:15

Slydda eða snjókoma

Á Garðskagavita voru A9 og tæplega 2ja stiga hiti kl. 9.
Klukkan 6 í morgun var austlæg átt á landinu, 8-13 m/s norðantil, en annars hægari vindur. Skýjað að mestu og yfirleitt þurrt. Hiti frá 4 stigum niður í 7 stiga frost, mildast við suðurströndina.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Austan 5-10 m/s og slydda eða snjókoma með köflum. Heldur hægari í nótt og á morgun og yfirleitt þurrt. Hiti kringum frostmark í dag, en síðan frost 0 til 4 stig.

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Austlæg átt, víða 8-13 m/s, en hægari norðaustantil. Dálítil él norðantil, en snjókoma eða slydda með köflum sunnantil. Norðaustan 15-20 við suðausturströndina seint í kvöld og í nótt og slydda eða snjókoma, en talsvert hægari vindur og styttir upp að mestu í öðrum landshlutum. Fremur hæg norðaustlæg átt á morgun, skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Frost 0 til 6 stig, hiti um frostmark sunnantil í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024