Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Slydda eða rigning með köflum
Föstudagur 2. mars 2007 kl. 09:16

Slydda eða rigning með köflum

Í morgun kl. 6 var austlæg átt, víðast 5-15 m/s og dálítil snjókoma eða él, en úrkomulítið V-lands. Hiti var frá 3 stigum í Skaftafelli niður í 12 stiga frost í Svartárkoti. Lýsing gerð 02.03.2007 kl. 06:44

 

Yfirlit
600 km suðsuðvestur af Reykjanesi er heldur vaxandi 980 mb lægð, sem þokast norðnorðvestur, en austur af Jan Mayen er kröpp 968 mb lægð á austurleið.

 

Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Austlæg átt, víða 10-15 m/s. Snjókoma austantil á landinu og einnig N-lands fram eftir degi. Annars úrkomulítið, en slydda eða rigning SV-lands í kvöld. Hlýnar smám saman, frost 2 til 8 stig síðdegis en 0 til 5 stiga hiti á S- og SV-landi. Hægari suðaustanátt á morgun og rigning eða slydda S- og A-lands, en dálítil snjókoma á Vestfjörðum. Hiti 0 til 5 sig.

 

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn

Austan 8-13 og stöku él í dag, síðan slydda eða rigning með köflum. Lægir á morgun. Hlýnandi, hiti 0 til 5 stig síðdegis.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024