Slydda eða rigning í dag
Veðurstofan gerir ráð fyrir að í dag verði suðlæg átt, 8-13 m/s og slydda eða rigning með köflum vestantil, en hægari og úrkomulítið austantil. Austlæg átt, 3-8 síðdegis og úrkomulítið suðvestantil. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost í innsveitum norðaustantil. Vaxandi norðaustanátt í kvöld og nótt, fyrst norðvestantil. Norðaustan 10-18 á morgun, en mun hægari sunnan- og austanlands. Snjókoma eða él víða um land. Kólnandi veður.