Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Slydda eða rigning í dag
Mánudagur 17. febrúar 2003 kl. 09:00

Slydda eða rigning í dag

Í morgun kl. 06 var suðlæg átt á landinu, 13-18 m/s á annesjum austan- og vestantil en annars hægari. Skúrir voru austanlands, skýjað með köflum norðaustanlands, en annars slydduél eða snjókoma. Hiti var 0 til 5 stig. Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring:

Viðvörun: Búist er við stormi (meira en 20 m/s) og mikilli úrkomu á austanverðu landinu síðdegis og fram eftir nóttu.

Vaxandi sunnanátt, 8-13 m/s og slyddu- eða snjóél í fyrstu, en 18-23 m/s og mikil rigning eða slydda á austanverðu landinu síðdegis. Mun hægara og úrkomuminna vestan til. Suðaustan 13-18 m/s og talsverð rigning austanlands á morgun, en suðvestan 8-13 og slydduél vestan til. Hiti 0 til 8 stig, hlýjst austanlands.

Gert 17.02.2003 kl. 06:50.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhring: Suðaustan 10-15 m/s, en suðlægari í dag. Heldur hægari vindur í kvöld. Slydda eða rigning með köflum. Suðvestan 13-18 og él í nótt. Hiti 0 til 7 stig.

Veðurspá gerð 17. 2. 2003 - kl. 6:45

Myndin: Úr veðurofsanum í gærdag. Stakkur og Hólmsbergsviti í hvítlöðrandi sjógangi. VF-mynd: Jóhannes Kr. Kristjánsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024